Gagnagátt Sjúkratrygginga Íslands
Gagnagátt er „mínar síður“ fyrir
heilbrigðisstarfsmenn1 og rekstraraðila sem eru í viðskiptum við
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Almennar leiðbeiningar
I. Upplýsingar í Gagnagátt eru tvískiptar
-
Viðskiptaupplýsingar.
Upplýsingar um viðskipti
rekstraraðila við SÍ s.s. greiðsluskjöl og yfirlit ýmiss konar í tengslum við
greiðslur. Aðgang fá allir
rekstraraðilar sem eru í viðskiptum við SÍ.
Aðgangur er eingöngu veittur í gegnum kennitölu rekstraraðila.
-
Upplýsingar um réttindi sjúklinga og umsýsla.
Samanstanda af birtingu á
réttindastöðu sjúklinga, umsókna, vottorða og ýmissa upplýsinga sem tengjast
sjúklingum. Aðgang fá
heilbrigðisstarfsmenn1 og starfsmenn þeirra. Aðgangur er eingöngu veittur í gegnum
eigin kennitölu
heilbrigðisstarfsmanns.
1. Heilbrigðisstarfsmaður:
Einstaklingur sem starfar við heilbrigðisþjónustu og hefur hlotið leyfi
landlæknis til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar.
II. Aðgangur að Gagnagáttinni
Eftirtaldir aðilar hafa aðgang að upplýsingum í Gagnagáttinni:
Persónuverndarfulltrúar. Persónuverndarfulltrúar rekstraraðila og/eða heilbrigðisstofnana geta fengið sérstakan aðgang að Gagnagátt til að senda
viðkvæm skjöl til SÍ og móttaka slík skjöl í gegnum gáttina. Til að persónuverndarfulltrúar geti nýtt sér þessa lausn
þarf að senda beiðni um stofnun aðgangs til ut@sjukra.is.
Rekstraraðili (fyrirtæki/stofnanir) fær viðskiptaaðgang með nýskráningu á kennitölu.
Lykilorð er sent í netbanka(fyrirtækjabanka) viðkomandi rekstraraðila.
Ef lykilorð týnist er það aðgengilegt í netbankanum.
Heilbrigðisstarfsmaður fær
aðgang að réttindastöðu og umsýslu með nýskráningu eigin
kennitölu. Lykilorð er sent í netbanka
viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns.
Ef lykilorð týnist er það aðgengilegt í netbankanum. Heilbrigðisstarfsmaður sem er
í viðskiptum við SÍ í eigin kennitölu fær aðgang að viðskiptahluta og
réttindahluta Gagnagáttar með einu lykilorði sem sent er í netbanka.
Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu.
Rekstraraðili eða veitandi heilbrigðisþjónustu getur veitt starfsmanni
(t.d. starfsmanni í móttöku eða í bókhaldi) aðgang að Gagnagáttinni og úthlutað
honum aðgangi að upplýsingum sbr. lið I. Virkni
til úthlutunar er staðsett inni í gáttinni undir flokknum „Úthlutun á aðgangi“.
Aðgangur starfsmanns er á ábyrgð viðkomandi aðgangsveitanda samkvæmt samningi
við SÍ. Starfsmaður undirritar
sérstaka trúnaðaryfirlýsingu.
Aðgangur að
Gagnagátt
|
Viðskiptaupplýsingar |
Réttindastaða og umsýsla |
Rekstraraðili
|
x |
|
Heilbrigðisstarfsmaður (getur einnig verið rekstraraðili)
|
|
x |
Starfsmaður í heilbrigðisþjónustu (vinnur í umboði rekstraraðila eða heilbrigðisstarfsmanns)
|
x |
x |
III. Hvernig sæki ég lykilorð að gáttinni?
Beiðni um aðgang skal skrá í nýskráningarglugga Gagnagáttar. Ef aðgangur er veittur eru upplýsingar sendar í netbanka rekstraraðila/heilbrigðisstarfsmanns. Þeir sem þegar hafa fengið aðgang skrá sig í innskráningarglugga. Ef lykilorð týnist er það aðgengilegt í netbankanum.
Hvar finn ég lykilorðið í heimabankanum?
Leiðbeiningar um hvernig skal sækja notendanafn og lykilorð í heimabanka:
Hjá Íslandsbanka, Landsbankanum, Arion banka,Sparisjóðnum, Byr, S24 og Netbankanum skal fylgja eftirfarandi þrepum til þess að sækja lykilorð inn í Gagnagátt:
1) Þegar þú hefur nýskráð þig í Gagnagátt er notendanafn og lykilorð sent í heimabankann þinn.
2) Skráðu þig inn í heimabankann þinn.
3) Þegar þú hefur skráð þig inn er hægt að nálgast rafræna skjalið undir "Yfirlit -> Rafræn skjöl" eða "Yfirlit -> Netyfirlit". Undir „Tegund“ ætti að birtast "Lykilorð fyrir Sjúkratryggingar Íslands“. Stilltu viðeigandi dagsetningu og smelltu á „Sækja“. Skjal með notendanafni og lykilorði ætti að birtast.
4) Ef rekstraraðili fær send rafræn skjöl á kennitölu einstaklings (þ.e. fyrirtækið hefur ekki eigin netbanka) þarf hann mögulega að hafa samband við sinn banka til að virkja aðgang að fyrirtækisskjölum.
5) Opnaðu skjalið.
6) Opnist skjalið rétt ætti það að líta svona út.
7) Farðu aftur inn á innskráningarsíðu Gagnagáttar og skráðu notendanafnið og lykilorðið sem kemur fram í skjalinu. Þá áttu að tengjast Gagnagátt.
Gagnagátt Sjúkratrygginga er varin með SSL og öll samskipti á vefnum eru því dulkóðuð.
Þegar notandi skráir sig inn þá breytist vefslóðin úr http í https. Í vefskoðaranum
má einnig sjá lokaðan hengilás sem er til marks um að vefsíðan sé örugg.
Þegar notandi sækir um aðgang að Gagnagáttinni þá sendir hún notendanafn og lykilorð
í netbanka notandans. Lykilorð eru geymd dulkóðuð í grunni kerfisins og enginn hefur
því aðgang að þeim. Ef notandi týnir lykilorði sínu getur hann nálgast það í
netbankanum sínum.
Lykilorðið kemur í veg fyrir að óviðkomandi aðilar komist inn á svæði notanda og
ber notandi ábyrgð á öllum aðgerðum sem framkvæmdar eru undir hans lykilorði. Leiki
einhver grunur á að aðrir viti lykilorðið er nauðsynlegt að breyta því við fyrsta
tækifæri. Það má gera í Gagnagáttinni undir stillingar.
Það er góð venja að breyta lykilorði reglulega. Lykilorð verður að vera minnst átta
stafa langt. Það má vera samsett úr tölustöfum og bókstöfum.